(fsp) niðurrif á húsi
Ásvallagata 48
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 728
17. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2018 var lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 1. október 2018 ásamt bréfi dags. 4. september 2018 varðandi niðurrif hússins á lóð nr. 48 við Ásvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júlí 2018 og bréf Ferils ehf. , verkfræðistofu, dags. 19. september 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. apríl 2019 og tölvupóstur Grétars Hannessonar þar sem óskað er eftir að byggingarleyfisumsókn nr. BN053008 verði felld úr gildi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. maí 2019.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. maí 2019 samþykkt.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100763 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007355