Fjölbýlishús 8 íbúðir
Freyjubrunnur 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 704
9. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 18. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi að Freyjubrunni 23. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fimm í átta, auka byggingarmagn og setja stakstætt sorpskýli úti á lóðinni samkv. uppdrætti Mansard teiknistofu dags. 3. september 2018. Einnig eru lagðar fram greinargerð dags. 18. september og bréf borgarlögmanns dags. 5. september 2018. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið, og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Visað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.