Fjölbýlishús
Skipholt 11-13
Síðast Synjað á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 600
9. september, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Björns Þórs Karlssonar f.h. RR Hótel ehf., mótt. 15. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt. Í breytingunni felst að heimilað verður að vera með íbúðagistingu (gististað í flokki II) á þriðju hæð hússins á lóð nr. 11-13 við Skipholt. Einnig er lagt fram bréf Björns Þórs Karlssonar f.h. RR Hótel ehf., dags. 15.ágúst 2016 og samþykki meðlóðarhafa, dags. 18. apríl 2016.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103041 → skrá.is
Hnitnúmer: 10111987