(fsp) breyting á deiliskipulagi
Austurstræti 10A
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 601
16. september, 2016
Synjað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 26. ágúst 2016 var lögð fram fyrirspurn Forms ráðgjafar ehf., mótt. 16. ágúst 2016, um breytingu á fimmtu hæð hússins á lóð nr. 10A við Austurstræti sem felst í nýjum glerskála til norðurs (Austurstrætismegin) með þakskyggni beggja vegna við, lyfta þaki að hluta til að auka lofthæð við útveggi í stofu og eldhúsi, en mænishæð er haldið óbreyttri og koma fyrir þakskyggnum á austur og vesturhlið núverandi glerskála sem er á suðurhlið hússins (að Austurvelli), samkvæmt uppdr. Forms Ráðgjafar ehf., dags. 10. ágúst 2016. Einnig er lagt fram bréf Ágústs Hafsteinssonar f.h. arkitektastofunnar Form ráðgjöf ehf., dags. 10. ágúst 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. september 2016.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. september 2016.