21-25 - Færanlegar kennslustofur
Réttarholtsvegur 21-25
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 734
28. júní, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp fjórar færanlegar kennslustofur og tengigang á lóð skólans nr. 21-25 við Réttarholtsveg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. maí 2019 til og með 25. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magnús Ögmundsson og Heiðrún Aðalsteinsdóttir dags. 17. júní 2019, Hafsteinn Óskarsson og Sigurrós Erlingsdóttir dags. 20. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2019.
Stærðir: Kennslustofur, pr. hús (4 stk.): 62,7 ferm, 210,9 rúmm, Samtals stærð á húsum: 250,8 ferm., 843,6 rúmm. Tengigangur: 11,7 ferm., 38,6 rúmm. Samtals viðbót á lóð: 262,5 ferm., 882,2 rúmm. Erindi fylgir bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. apríl 219.
Gjald kr. 11.200
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs

108 Reykjavík
Landnúmer: 108570 → skrá.is
Hnitnúmer: 10005085