breyting á deiliskipulagi
Geirsgata 9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 865
22. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Geirsgötu. Í breytingunni felst að skipulagssvæði Vesturbugtar er stækkað þannig að Geirsgata 9 verði hluti af reit 8 á skipulagssvæðinu ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit í anda verbúðanna við Geirsgötu 3-7 í samræmi við gildandi rammaskipulag Graeme Massie arkitekta um þéttingu byggðar í Gömlu höfninni, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 8. apríl 2022.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100088 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023707