Breyting á erindi BNO55993, kjallari og tengigangur milli A16 og A10
Aðalstræti 10 01.13.650.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1045
19. nóvember, 2019
Samþykkt
56943
56863 ›
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN055993 þannig að innra skipulagi er breytt, m.a. er kjallaraveggur fjarlægður, settar upp sjálfvirkar eldvarnarhurðir í tengigang og lyfta sem tengir kjallara, hæð og ris og komið fyrir biðsvæði og samskiptabúnaði fyrir fatlaða í kjallara og tengigangi milli húsa nr. 10 og 16 á lóðum nr. 10,12 og 14-16 við Aðalstræti.
Erindi fylgja tillaga að lóðarbreytingu Aðalstrætis 10 og 12 dags. 31. október 2005 og tillaga að sameiningu lóðanna Aðalstræti 14-16, 18 og Túngötu 2 og 4 dagsett 5. desember 2003.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð um opnun yfir lóðarmörk á milli Aðalstrætis 10 og 16 áður en byggingarleyfi er gefið út.