Breyting á erindi BNO55994, kjallari og tengigangur milli A16 og A10
Aðalstræti 16 01.13.650.6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1045
19. nóvember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN055994 þannig að innra skipulagi er breytt, m.a. er kjallaraveggur fjarlægður, settar upp sjálfvirkar eldvarnarhurðir í tengigang og lyfta sem tengir kjallara, hæð og ris og komið fyrir biðsvæði og samskiptabúnaði fyrir fatlaða í kjallara og tengigangi milli húsa nr. 10 og 16 á lóðum nr. 10,12 og 14-16 við Aðalstræti.
Erindi fylgja tillaga að lóðarbreytingu Aðalstrætis 10 og 12 dags. 31. október 2005 og tillaga að sameiningu lóðanna Aðalstræti 14-16, 18 og Túngötu 2 og 4 dagsett 5. desember 2003.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð um opnun yfir lóðarmörk á milli Aðalstrætis 10 og 16 áður en byggingarleyfi er gefið út.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100596 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006315