Norðurbakki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 270
15. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu deiliskipulag Norðurbakka, ófrágengin lóð og tenging svæðisins við miðbæ Hafnarfjarðar.
Svar

Skipulags og byggingarráð telur mikilvægt að hugað verði að frágangi strandstígs meðfram Norðubakka og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012/2013. Tenging Norðubakka við miðbæjarsvæðið þarf að styrkja umfram það sem nú er og skal þá horft til þess að útfæra göngubraut  yfir á svokallaðan R2 reit í skipulagi miðbæjar. Um leið þarf að skoða áframhald göngustígs og umferð gangandi vegfarenda yfir bílastæði og yfir á Fjarðargötu. Skipulags og byggingarsviði falið að gera tillögu að útfærslu gönguleiða. Þá er sviðinu falið að kanna hvort hægt sé að auka við almenningssvæði í núgildandi skipulagi við Norðurbakka.