Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið íbúðaframboð 2023-2032
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3606
28. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram.
Svar

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur ríkt stöðnun í húsnæðismálum í Hafnarfirði á undanförnum árum. Hafnarfjörður hefur ítrekað rekið lestina meðal sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu íbúða. Þessi staða hefur fyrst og fremst komið niður á tekju- og eignalægri fjölskyldum. Verkleysi meirihlutans undanfarin ár hefur einnig þýtt að lítil fjölgun hefur orðið á félagslegum íbúðum hjá bæjarfélaginu undanfarin ár. Það þýðir að fólkið sem er í mestri neyð þarf að bíða á biðlistum eftir íbúðum á vegum bæjarins, jafnvel svo árum skiptir. Þetta er grafalvarleg staða fyrir fólk í erfiðri stöðu en því miður er ljóst að þessi mál eru ekki í forgangi hjá nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks því ekki er minnst einu orði á uppbyggingu félagslegra íbúða í málefnasamningi meirihlutans.