Ásland 4, gatnagerð
Ásland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3606
28. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Veitum með tilkynningu um seinkun útboðsgagna fyrir Ásland 4. Helga Stefánsdóttir staðgengill sviðsstjóra mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð fer fram á að Veitur setji hönnun hitaveitu í Áslandi 4 í forgang og það verði tryggt að afhending lóða seinki ekki um hálft ár. Bæjarráð leggur áherslu á að lóðir verða boðnar út í september, eigi síðar en byrjun október.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Fyrirliggjandi bréf milli Veitna og bæjaryfirvalda gera ljóst að samskipti þessara aðila hafa ekki verið eins og eðlilegt er. Bæjaryfirvöld hafa ekki staðið vaktina og undirbúið með viðunandi hætti ný byggingarlönd. Í bréfi bæjarstjóra er fullyrt um, að bærinn muni vegna sýnilegrar seinkunar verða af tekjum á haustdögum. Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir upplýsingum um það hversu háar upphæðir er hér um að ræða, og hvort tekjutapið muni þá ekki kalla á endurskoðun fjárhagsáætlunar.



221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123106 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026881