Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, ársreikningur 2021, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3606
28. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf EFS dags. 22. júní sl. vegna ársreiknings fyrir árið 2021.
Svar

Lagt fram.

Fulltrúar Samfylkingar bóka eftirfarandi:

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerir mjög alvarlegar athugasemdir við fjárreiður Hafnarfjarðarkaupstaðar og gefur meirihluta bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki fullkomna falleinkunn þegar kemur að fjármálastjórn þeirra. Þegar sveitarfélag á borð við Hafnarfjörð, "uppfyllir ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndarinnar", þá ber að staldra við og leita varanlegra lausna. Þessir flokkar staðhæfðu endurtekið í nýliðinni kosningabaráttu að fjárhagur Hafnarfjarðar væri traustur og öflugur. Nú kemur í ljós, þannig að ekki verður um villst, að fulltrúar meirihlutaflokkanna fór með rangt mál og villtu um fyrir kjósendur. Samfylkingin óskar þess að meirihlutaflokkarnir geri glögga grein fyrir því hvernig þeir hyggist snúa þessari öfugþróun við hið allra fyrsta. Ennfremur er óskað skriflegrar umfjöllunar og viðbragða frá fjármálastjóra bæjarins um þessa alvarlegu stöðu.

Fulltrúar meirihlutans koma að svohljóðandi bókun:

Fyrirliggjandi staðlað bréf var sent á 43 sveitarfélög landsins og er fyrst og fremst leiðbeinandi. Komið hefur fram í fjölmiðlum að markmið bréfsins sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Fullyrðingar og gífuryrði fulltrúa Samfylkingar um alvarlega fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar dæma sig sjálf.