Miðbær, aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 743
5. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði á fundi sínum þann 21.9.2021 að bregðast við úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Fram kemur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 að allt rými á jarðhæð í miðbænum skuli nýtt fyrir verslun, veitingahús og þjónustu. Lögð fram lýsing vegna breytinga á greinargerð miðbæjarsvæðis M1 aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar greinargerð miðbæjarsvæðis. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og visar til staðfestingar í bæjarstjórn.