Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og byggingarráð nr. 741
7. september, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar þ. 23. júní sl. var afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs frá 15. júní sl. er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Strandgata 26-30 staðfest og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga. Breytingartillagan gerir ráð breyttu byggingarmagni á lóð ásamt blandaðri starfsemi svo sem íbúðir, verslun, þjónustu og hótelrekstur. Tillagan var auglýst frá 02.07. - 16.08.2021. Frestur til að skila inn athugasemdum var framlengdur til 31.8.2021. Ábending barst frá Veitum ohf.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög og að erindinu verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.