Áhrif fólksfækkunar á tekjur sveitarfélagsins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3570
25. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar frá 11.febrúar sl. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Svar

Lagt fram.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Af þeim er ljóst að sveitarfélagið hefur nú þegar misst tekjur upp á um 60 m.kr. vegna fólksfækkunar síðustu 14 mánuði og mun verða af tekjum upp á um 110 m.kr. á árinu 2021 haldi þessi þróun áfram.
Einnig kemur fram að hefði íbúum fjölgað um 2,5% á tímabilinu eins og meðaltal mannfjölsaspár Aðalskipulags Hafnarfjarðar gerðu ráð fyrir hefðu útsvarstekjur sveitarfélagsins verið um 239 m.kr. hærri árið 2020 miðað við meðalútsvarstekjur á hvern íbúa.
Það liggur beinast við að ætla að skortur á íbúðarhúsnæði sé helsta orsök þessarar fólksfækkunar sem hlýtur að teljast áhyggjuefni. Á meðan íbúum sveitarfélaganna í kringum okkur fjölgar stöðugt, er fólksfækkun staðreynd í Hafnarfirði og hefur verið viðvarandi ástand sl. 15 mánuði.
Undirrituð óskar eftir svörum frá fulltrúum meirihlutans um það hvernig ætlunin sé að bregðast við þessari stöðu og snúa þróuninni við.

Fulltrúar Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokks koma að svohljóðandi bókun:

Lögð hafa verið fram svör þar sem áhrif íbúaþróunar á tekjur hafa verið metin. Tölur um fjölda íbúa eru mismunandi milli sveitarfélaga og hafa þær verið sambærilegar við Reykjavík. Ennfremur getur skráður íbúafjöldi tekið talsverðum breytingum milli ára og má þar nefna skráningar tímabundinnar búsetu erlendra starfsmanna sem leiðréttar hafa verið.

Uppbygging nýrra hverfa í Hafnarfirði er um þessar mundir að skila sér í mikilli fjölgun íbúða, þar sem gert er ráð fyrir fjölgun íbúa um rúmlega 2200 á næstu þremur árum og nær 7000 næstu fimm ár.