Drangsskarð 17, breyting á deiliskipulagi
Drangsskarð 17
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 mánuðum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 821
20. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 11.11.2020 var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 17. Í breytingunni felst að: Byggingarreit er breytt. Fyrirhuguð hús verði tveggja hæða í stað eins til tveggja hæða. Fjölgað er um eitt bílastæði og þau færð til innan lóðarinnar. Erindið var grenndarkynnt frá 9.12.2020-12.01.2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulagsfulltrúi samþykkir breytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 225476 → skrá.is
Hnitnúmer: 10120502