Langeyrarvegur 5, breytingar
Langeyrarvegur 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 731
23. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Þann 1.10.2020 leggur Gunnar Ó. Guðjónsson inn umsókn um byggingarleyfi. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14.10. s.á. Afgreiðsla þess var: Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins þar sem umsóknaraðili er ekki eigandi Langeyrarvegar 5. Jafnframt eru þær hugmyndir sem settar eru fram ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Þann 16.3.sl. barst erindi með tölvupósti frá Gunnarí Ó Guðjónssyni þar sem óskað er eftir afstöðu skipulags- og byggingarráðs, hvort tekið yrði jákvætt í að fara í deiliskipulagsbreytingar er nær til Langeyrarvegar 5. Viðkomandi er nú í kaupferli á eigninni og verður þinglýstur eigandi innan skamms.
Svar

Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn Minjastofnunar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121577 → skrá.is
Hnitnúmer: 10035113