Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting
Sléttuhlíð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 716
6. október, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22. september sl. og óskað var eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. Umsögn dags. 1. október lögð fram.
Svar

Samkvæmt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs eru verulegir vankantar á að teikningum hafi verið skilað inn fyrir sumarhús í Sléttuhlíð einnig kemur fram að ekki sé ljóst hvernig staðið sé að skolpmálum á svæðinu. Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram gögn um stöðu samþykktra byggingarnefndarteininga svo og ástands á fráveitu/rotþróm í Sléttuhlíð. Afgreiðslu erindis er frestað þar til umbeðin gögn liggja fyrir.