Innkauparáð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3567
11. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að stofnun innkauparáðs.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með fyrirvara um breytingu á 4. gr. og að henni verði breytt til samræmis við þann texta sem til staðar er á bls. 8 í greinargerð með fjárhagsáætlun, sem er svohljóðandi:
“Á árinu 2021 verður farið gaumgæfilega ofan í alla samninga sveitarfélagsins og sett verður á laggirnar innkauparáð skipað þremur kjörnum fulltrúum, fjármálastjóra, innkaupastjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs".

Skipað verður í ráðið á næsta fundi bæjarráðs.