Innkaupareglur Hafnarfjarðarkaupstaðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3567
11. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi tillögu: Fulltrúi Miðflokksins leggur til að skipaður verði starfshópur til að semja reglur um innkaup bæjarins sem eru undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreind eru í 23. gr. laga nr. 120/2016 um útboðsskyldu og taki reglurnar mið af meginreglum laganna um jafnræði, gagnsæi, meðalhóf og virka samkeppni, sbr. einnig 24. gr. sömu laga. Nýjar reglur taki gildi sem fyrst eða eigi síðar en 1. apríl n.k.
Greinargerð: Með skipun starfshópsins er lagt til að núgildandi innkaupareglur Hafnarfjarðarbæjar frá 13.03.2013 verði felldar úr gildi, enda samræmast þær í veigamiklum atriðum ekki núgildandi lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. þá er í raun sérkennilegt að bærinn sé með sérstakar innkaupareglur (nema auðvitað er varðar innkaup sem falla undir viðmiðunarfjárhæðirnar) því réttast er að farið sé eftir lögum nr. 120/2016 hvað varðar önnur innkaup og reglurnar í lögunum um það eru mjög skýrar. Hins vegar er lítið lýst reglum um innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum, þótt það sé samt lýst þeim grundvallaratriðum sem miða á við.
Sigurður Þ. Ragnarsson
Svar

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að uppfæra innkaupareglur bæjarfélagsins. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að uppfæra gildandi innkaupareglur Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við breytingar á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016. Tillögur að nauðsynlegum breytingum skal leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.