Hraunhvammur 3, deiliskipulagsbreyting
Hraunhvammur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1832
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.sept.sl. Hákon Ingi Sveinbjörnsson sækir 2.9.2019 um deiliskipulagsbreytingu á Hraunhvammi 3. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna viðbyggingar og bílskúrs samanber uppdrætti Batterísins/arkitektar dags. 30.08.2019.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagaða tillögu og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt skal tillagan kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum lóða er liggja að lóðarmörkum Hraunhvamms 3 samanber 3.mgr. greinar 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Tillögunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Forseti leiðréttir fyrst að skv. ofangreindri bókun skipulags- og byggingarráðs var ætlunin að vísa í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í stað 1. mgr. 43. gr. og leggur til að málið verði lagt með þeim hætti fyrir fundinn. Eru ngar athugasemdir gerðar við það.

Til máls tekur Ágúst Bjanri Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu og að málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120997 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033343