Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1832
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.sept.sl. Lögð fram tillaga ASK arkitekta vegna breytinga á deiliskipulagi við Ásvelli.
Skipulag og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Árni Rúnar Þorvaldsson víkur af fundi undir þessum líð.

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá að stuttri athugasemd.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og Ágúst Bjarni kemur til andsvars. Guðlaug svarar andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 greiddum atkvæum afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Adda María situr hjá við atkvæðagreiðsluna og kemur jafnframt að svohljóðandi bókun:

Undirrituð gerir athugasemd við þá framsetningu að uppbygging íþróttamannvirkis sé hengd saman við íbúðauppbyggingu á svæðinu eins og fram kemur í gögnum málsins og tekur því ekki þátt í atkvæðagreiðslu varðandi það.

Adda María Jóhannsdóttir