Verkalýðsfélagið Hlíf, kjaramál félagsmanna,staðan
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3523
4. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt frá bréf frá Verkalýðsfélaginu Hlíf.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Svar

Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu, m.a. fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. janúar 2019 að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd og þar kemur m.a. fram:

„Umboð þetta er fullnaðarumboð og eftir að það hefur verið gefið er sveitarfélaginu/stofnuninni ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningagerð. Sveitarfélagið/stofnunin skuldbindur sig til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum, með staðfestingu stjórnar sambandsins.“

Bæjarráð vonast til að farsæl niðurstaða náist í kjarasamningum sem fyrst, öllum til hagsbóta.