Lántökur 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3523
4. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Svar

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Hafnarfjarðarkaupstaðar sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 185.043.652.- vegna hjúkrunarheimilis með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055. Jafnframt er samþykkt að taka lán vegna Skarðshlíðarskóla að höfuðstólsfjárhæð 750.000.000.-. í allt að 15 ár. Samþykkt er að þar af séu 250 milljónir króna skammtímalán á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, þar til að Lánasjóðurinn getur gengið frá langtímaláni. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar lánunum (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Eru lánin tekin til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis og Skarðshlíðarskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Fulltrúi Bæjarlistans og fulltrúi Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.