Samgöngustyrkur, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3519
20. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.maí sl. Eftirfarandi tillaga er borin upp í umhverfis- og framkvæmdarráði af Sverri Jörstad Sverrissyni fulltrúa Samfylkingarinnar. "Ég legg til að Hafnarfjarðarbær taki upp samgöngustyrki fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar, sambærilega þeim sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg fyrir starfsmenn þeirra. Þeir starfsmenn sem skuldbinda sig til að mæta minnst 3x í viku ekki á bíl fengju þá greitt 6000 kr á mánuði, auk annara fríðinda, eins og afslátt á strætókorti. Styrkurinn verður hinsvegar borgaður í peningum með launum mánaðarlega, svo að starfsmaður geti þá ráðið hvort hann nýti hann í skóbúnað og gangi, hjól og hjóli eða hvaða annan ferðamáta sem hann kýs annan en einkabílinn. Styrkur skal ekki vera hlutfall af prósentu, til að ekki skerðist styrkur á vaktavinnufólk og aðra sem eru í skertu hlutfalli."
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar til umfjöllunar í bæjarráði, fjölskylduráði og fræðsluráði.
Svar

Bæjarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja til starfsmanna Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Niðurstöðu þess verkefnis megi síðan nota til að yfirfæra á alla starfsemi bæjarfélagsins. Útfærsla mannauðsstjóra skal liggja fyrir í lok ágúst 2019, tímanlega fyrir undirbúning fjárhagsáætlunar 2020.
Hér er um að ræða nánari útfærslu á tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní 2018 nr. 180635, Samgöngusamningar.