Leiðarendi, nýtt deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1839
8. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 3.12. s.l. kynntu skipulagshöfundar stöðu skipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi dags. 13.12.2019 fyrir Leiðarenda lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins verði lokið skv. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins verði lokið skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.