Rauðhella 3, lóðarleigusamningur
Rauðhella 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1826
15. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
Nýr lóðarleigusamningur lagður fram til afgreiðslu.
Ágúst Bjarni Garðarsson vék sæti undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson vék sæti undir þessum lið.

Jón Ingi Hákonarsons tekur til máls og leggur til að málinu verði vísað til skipulags- og byggingarráðs til faglegrar umfjöllunar. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og einnig Sigurður Þ. Ragnarsson. Jón Ingi svarar andsvari.

Þá tekur Ingi Tómasson næst til máls. Til andsvars kemur Jón Ingi og svarar Ólafur Ingi andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Jón Ingi sem Ingi svarar. Einnig til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

Næst tekur Helga Ingólfsdóttir til máls.

Forseti ber upp framkomna tillögu um að vísa málinu í skipulags- og byggingarráð til faglegrar umfjöllunar og er tillagan felld með sex atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Friðþjófs Helga Karlssonr sem greiða atkvæði gegn tillögunni. Jón Ingi greiðir einn atkvæði með tillögunni og aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá.

Bæjarstjórn staðfestir með átta greiddum atkvæðum með tillögunni en Jón Ingi Hákonarsons greiddi einn atkvæði gegn tillögunni og Sigurður Þ. Ragnarsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

"Bæjarfulltrúi Viðreisnar harmar þann vilja meirihluta bæjarstjórnar að vilja ekki vísa málinu til faglegrar umfjöllunar í skipulagsráði. Það skýtur skökku við að verðlauna lóðarhafa sem brotið hefur ítrekað mannvirkjalög nýjan samning sem felur í sér lóðarstækkun. Það er óskiljanlegt að þessum samningi sér rutt í gegn þegar mörgum mikilvægum spurningum er ósvarað. Það er miður að mál séu ekki skoðuð í heild sinni og sett í samhengi, vinnubrögðin eru óskiljanleg með öllu. Mögulegum hagsmunum Hafnarfjarðarbæjar er fórnað af óskiljanlegum ástæðum."