Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1826
15. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl. 3. liður úr fundargerð SSH frá 6.maí sl. Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu- aðgerðir og verkefni framundan.
Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlína).
Lögð fram tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar fyrirliggjandi samningum um undirbúningsverkefni borgarlínunnar. Um er að ræða tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirkomulag og verkefnaskiptingu Vegagerðarinnar og SSH vegna þessa. Verkefnið er mikilvægur liður í því samkomulagi sem unnið er að á milli ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps sem vinnur að því er markmiðið að komast að samkomulagi um fjármögnun 102 milljarða fjárfestingaráætlunar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, eða um 7 milljarða á ári í 15 ár. Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu, stofnbrauta, almenningssamgangna og hjóla- og göngustíga, er afar brýnt viðfangsefni til að ná fram markmiðum um betra umferðarflæði, meira öryggi vegfarenda og til að draga úr mengun á svæðinu. Samþykkt fyrirliggjandi samninga um næstu skref hvað almenningssamgöngurnar varðar er mikilvæg en framhald heildaruppbyggingar samgöngumannvirkjanna ræðst síðan af því hvort ásættanlegur samningur náist á milli ríkis og sveitarfélaga."