Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
Síðast Frestað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 683
10. september, 2019
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju tillögur að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Lögð fram tillaga Tendru arkitekta dags. maí 2019 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4. Jafnframt lögð fram greinargerð deiliskipulagsins dags. 16. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 4. júlí með framlengdum athugasemdafresti til 1. sept. Athugasemdir bárust frá 6 aðilum. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. sept. sem sent var til aðliggjandi lóðarhafa.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda og samþykkir að senda aðliggjandi lóðarhöfum bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 09.09.2019.

Fulltrúi Viðreisnar og Samfylkingar benda á að í þessu mikilvæga máli hefur verið unnin góð forvinna í formi ítarlegs rammaskipulag með metnaðarfullum markmiðum um vandaða byggð.

Framlögð tillaga víkur að okkar mati það mikið frá fyrirliggjandi rammaskipulagsvinnu að undirritaðir telja mjög mikilvægt að Hafnarfjarðarbær haldi kynningarfund um málið svo að íbúar geti mótað sér sem upplýstustu afstöðu til málsins.

Fulltrúar Sjálfstæði- og Framsóknarflokks og óháðra bóka eftirfarandi: Deiliskipulagstillagan hefur verið kynnt vel í fjölmiðlun og á heimasíðu Hafnarfjarðarkaupstaðar og er í takt við rammaskipulagstillöguna fyrir Hraun vestur sem kynnt var í Bæjarbíói varðandi hæð húsa á skipulagssvæðinu og vistvænt og samgöngumiðað skipulag. Hér er sannarlega stigið stórt og jákvætt skref í uppbyggingu til framtíðar í hverfi sem mun skapa Hafnarfirði sérstöðu þegar kemur að vali um búsetu á höfuðborgarsvæðinu.