Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1890
4. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka III við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði veitt ótakmarkað umboð til undirritunar viðaukans.
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.