Leikskólamál í Suðurbæ
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1813
17. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tillaga áður flutt á fundi bæjarstjórnar 20.júní sl.,óskað eftir afgreiðslu. Eftir lokun á starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) hefur verið skortur á leikskólaplássum í Suðurbæ. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að nú þegar verði hafist handa við undirbúning á byggingu leikskóla við Öldugötu eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Þá leggjum við einnig til að tekið verði til skoðunar að opna ungbarnaleikskóla í Kató. Byggingin hefur staðið auð frá því að leikskólanum var lokað og lítið ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja starfsemi þar á ný.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen. Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi.

Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi leggur til að málinu verði vísað til afgreiðslu og umfjöllunar í fjárhagsáætlunnarvinnu fræðsluráðs

Tillaga er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Adda María gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Það er ljóst að það er viðvarandi skortur á leikskólaplássum í Öldutúnskólahverfinu og sá skortur mun haldast til framtíðar ef ekkert verður að gert. Á skipulagi er 4-6 deilda leikskóli á Öldunum. Það er brýnt að hafist verði handa við uppbyggingu á þeirri lóð nú þegar. Leikskólaþjónusta er nærþjónusta og mikilvægt að hún sé það m.a. með tilliti til umhverfismála, gæða íbúðahverfa sem og annarra þátta. Að foreldrar yfir 100 barna á leikskólaaldri í Öldutúnsskólahverfinu þurfi á hverju ári að sækja slíka nærþjónustu í önnur hverfi bæjarins er óásættanlegt. Hvað varðar viðvarandi offramboð á leikskólaplássum í öðrum hverfum bæjarins er rétt að það verði skoðað nánar hvernig þar megi bregðast við til framtíðar. Við vonumst til að tillögunni verði vel tekið og hún samþykkt í fjárhagsáætlunarvinnunni framundan.
Adda María Jóhannsdóttir
Sigrún Sverrisdóttir"