Strætó bs, aukin þjónusta, næturakstur og fleira
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1813
17. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til stjórnar Strætó bs. að haldið verði áfram með næturakstur um helgar og að leitað verði leiða til að bæta þjónustuna enn frekar. Greinargerð: Í byrjun árs hóf Strætó tilraunaverkefni með næturakstur um helgar á völdum leiðum, m.a. á leið 101 sem gengur til Hafnarfjarðar. Tilraunaverkefnið var til eins árs og rennur að óbreyttu út nú um áramót. Stjórn Strætó mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti þjónustan haldi áfram. Að sögn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa Strætó bs. hefur notkun þjónustunnar verið undir væntingum. Það er álit bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að þjónustan þurfi bæði meiri tíma og betri kynningu til að hún festi sig í sessi. Þá telur bæjarstjórn að markmiðum um meiri notkun megi einnig ná með því að bæta þjónustuna enn frekar. Leið 101, sú sem gengur úr miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar sker sig úr er notkun varðar, en á þeirri leið hefur nýtingin verið um 20%. Bæjarstjórn telur ljóst að eftirspurn sé til staðar eftir næturakstri til Hafnarfjarðar og að hægt sé að auka nýtingu á þessari leið enn frekar með betri kynningu og bættri þjónustu. Næturstrætó er þjónusta sem ungt fólk í Hafnarfirði hefur kallað eftir. Greiðar og áreiðanlegar almenningssamgöngur eru lykilatriði í því að gera Hafnarfjörð að samkeppnishæfum bæ, sérstaklega fyrir ungt fólk. Af þessum ástæðum vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar að næturþjónustu Strætó verði haldið áfram og hún bætt enn frekar.
Svar

Til mál tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Lagt er til að framkomnu erindi verði vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Bæjarstjórn samþykkir framkomna tillögu um að vísa framkomnu erindi til Umhverfis og framkvæmdaráðs með 11 samhljóða greiddum atkvæðum.