Samgöngusamningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3497
28. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 20.júní sl. eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: "Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál í hverju samfélagi. Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær gangi fram með góðu fordæmi og stuðli að aukinni lýðheilsu starfsfólks. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að teknir verði upp samgöngusamningar við starfsfólk bæjarins. Það eflir lýðheilsu og styður við umhverfissjónarmið."
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um mögulegt fyrirkomulag samgöngusamninga og kostnaðarmat.