Stytting vinnuvikunnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3497
28. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 20.júní sl. eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: "Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær stuðli að aukinni samveru fjölskyldna með skrefum í átt að styttingu vinnuviku ásamt því að stuðla enn frekar að styttri vinnudegi barna með aukinni samþættingu skóla og frístunda. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að hafin verði undirbúningur á tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í stofnunum bæjarins."
Svar

Bæjarstjóra falið að halda áfram úrvinnslu málsins.