Stuðningur við ungt fólk í Hafnarfirði.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3497
28. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 20.júní sl. eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: "Til að auka stuðning við ungt fólk í Hafnarfirði leggja fulltrúar Samfylkingar til eftirfarandi: Tryggt verði aðgengi að sálfræðingum í öllum grunnskólum bæjarins ásamt því að boðið verði upp á sálfræðiþjónustu fyrir 16-18 ára börn í Ungmennahúsi. Til að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum leggjum við til að Hafnarfjarðarbær niðurgreiði strætókort fyrir börn að 18 ára aldri sem verði þeim að kostnaðarlausu. Þannig minnkum við líka skutl og styðjum við umhverfissjónarmið. Þá leggjum við einnig til að börn að 18 ára aldri fái frían aðgang að Bókasafni Hafnarfjarðar."
Svar

Þeim hluta tillögunnar sem snýr að sálfræðingum í grunnskólum bæjarins og Ungmennahúsi var vísað til fræðsluráðs til umfjöllunar. Fræðslusvið hefur einnig til vinnslu niðurgreiðslu á strætókortum. Bæjarstjóra falið að kostnaðarmeta frían aðgang að Bókasafni Hafnarfjarðar fyrir næsta fund bæjarráðs.