Stefnuyfirlýsing meirihluta bæjarstjórnar 2018
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1807
20. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson og einnig Adda María Jóhannsdóttir.

Kristín María Thoroddsen mætir til fundarins kl. 17:36.

Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars við ræðu Öddu Maríu.

Næst til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og ber upp svohljóðandi fyrirspurn:

"Fyrirspurn, óskast svarað í bæjarráði:
Óskað er eftir kostnaðaráætlun meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, aðallega vegna sérgreindra verkefna:
Stjórnsýsluúttekt
Matráðar í skólum
Sængurgjöf
Aukin framlög og styrkir í mennta- og menningarmálum
Hækkun frístundastyrkja
Hjólabrettasvæði
Hreyfigarður
Knatthús Kaplakrika
Knatthús Ásvöllum
Endurbætur á Suðurbæjarlaug
Uppbygging hjóla- og gönguleiða
Rafhleðslustöðvar
Framboð lóða í samræmi við eftirspurn
Endurbætur á Hellisgerði
Þjónustustarfsemi í Krýsuvík
Lækkun gjalda almennt
Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
Þessi sáttmáli inniheldur fjölmörg verkefni sem munu kosta aukin útgjöld, fjölgun stöðugilda og fleira. Einnig mörg markmið um minni innheimtu gjalda.
Að lokum, spurningar um Krúttkörfu:
-undir hvaða bókhaldslið flokkast þessi fjárfesting?
-hvernig verður innkaupum háttað? Verður tekið tillit til umhverfissjónarmiða (taubleyjur, fjárfesting í plasti), árvekni gegn mansali (hvar framleitt og af hverjum? Barnavinna/félagsleg undirboð?)."