Ráðning bæjarstjóra
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1807
20. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga um ráðningu bæjarstjóra.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að Rósa Guðbjartsdóttir verði ráðinn bæjarstjóri á grundvelli fyrirliggjandi ráðningarsamnings.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson og bar upp tillögu um að biðlaunaréttur í ráðningarsamningi falli niður við lok kjörtímabils.

Næst tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og óskar eftir að tölulegar upplýsingar um yfirvinnutíma og akstursgreiðslur í ráðningarsamningi verði birtar opinberlega.

Þá tekur til máls Sigurður Ragnarsson. Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir og svo Ágúst Bjarni Garðarsson.

Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir.

Forseti ber upp framkomna tillögu frá Jóni Inga, um að að biðlaunaréttur falli niður við lok kjörtímabils. 6 bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðara greiða atkvæði á móti því tillögunni, 4 fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Miðflokksins greiða atkvæði með tilögunni og 1 fulltrúi Bæjarlistans situr hjá.

Næst ber forseti upp tillögu að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ráðningarsamning um ráðningu Rósu Guðbjartsdóttur sem bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum, 4 sitja hjá og enginn greiðir atkvæði á móti. Þau Adda María, Guðlaug og Jón Ingi gera grein fyrir atkvæðum sínum og kom Guðlaug einnig að eftirfarandi bókun:

"Bæjarlistinn lagði ríka áherslu á faglega ráðningu bæjarstjóra og tefldi fram Haraldi Líndal Haraldssyni sem sínu bæjarstjóraefni. Í ljósi þess get ég ekki hér greitt ráðningu pólitískt kjörins bæjarstjóra atkvæði mitt. Ég óska hins vegar nýráðnum bæjarstjóra, Rósu Guðbjartsdóttir, velfarnaðar í starfi.

Guðlaug S Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans"

Friðþjófur Helgi Karlssson kemur næst að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar:

"Fulltrúar Samfylkingar gera athugasemd við ráðningarsamning vegna ráðningar bæjarstjóra. Við teljum óþarft að verðandi bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að kjörtímabilinu er lokið. Þar sem um er að ræða pólitískan bæjarstjóra er ráðningartíminn skýr og afmarkaður við kjörtímabilið 2018-2022. Það er því ljóst að ráðningin rennur út í júní 2022.

Þá gerum við einnig athugasemd við að ekki komi skýrt fram hver heildarlaun verðandi bæjarstjóra verða að teknu tilliti til yfirvinnu og annarra starfstengdra greiðslna sem fylgja starfi bæjarstjóra á hverjum tíma."

Nýkjörinn bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir tekur þá til máls.