Víðistaðatún, ósk um afnot vegna hundasýningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 740
30. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir að halda útisýningu á vegum félagsins á Víðistaðatúni dagana 6. - 9. júní 2019. Óskað er eftir aðgangi að rafmagni, salernum og bílastæðum.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að haldin sé hundasýning á Víðistaðatúni dagana 6. - 9. júní 2019 og leggur áherslu á að allt sé hirt upp eftir hundana og að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að sýningu lokinni. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur vegna rafmagns. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau. Einnig má búast við tjaldgestum á tjaldstæði og verður að taka tillit til þeirra.