Rimmugýgur, hátíð á Víðistaðatúni, ósk um aðstöðu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 740
30. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur tölvupóstur dags. 3. janúar 2019 frá Hafsteini Kúld Péturssyni fh. Rimmugýgs um að fá til afnota aðstöðu á Víðistaðatúni vegna víkingahátíðar 8-18. júní 2019.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni en benda á að afnot af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Þar sem hundaræktafélag Íslands er með sýningu til 9. júní er ekki hægt að veita leyfi nema frá þeim tíma.

Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.