Reykjanesbraut, samgönguáætlun, ályktun
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1814
31. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ályktun
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi ályktun:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar því að ráðist verði í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi strax á næsta ári. Hér er um að ræða framkvæmd sem er mikið öryggismál fyrir íbúa Hafnarfjarðar og alla þá sem fara um þessa fjölförnu braut.
En betur má ef duga skal og ljóst er að aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Hafnarfirði þurfa að fylgja í kjölfarið auk þess sem brýnt er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun sem nú hefur verið lögð fram."

Er ályktunin samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum og telst því vera ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182