Hvaleyrarbraut 30, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa
Hvaleyrarbraut 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 635
31. október, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný fyrirspurn Hagtaks hf um byggingaráform á lóðinni skv. tillögu ASK arkitekta um hótel á lóðinni Hvaleyrarbraut 30. Tillagan var kynnt í Hafnarstjórn í september síðastliðnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði þann 17 okt. s.l. eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillöguna og áframhaldand vinnu við skipulagsbreytinguna. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.10.2017.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum framlagða umsögn skipulagsfulltrúa.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska eftir umsögn hafnarstjórnar um tillögu skipulagsfulltrúa að aðalskipulagsbreytingu um breytt landnotkun.
Jafnframt að teknar verði saman upplýsingar er varða friðlýsingu Hvaleyrarlóns og stöðu þess. Borghildur Sturludóttir mætti til fundarins kl. 08:40
Gert var stutt fundarhlé.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121118 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033447