Hraun vestur, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 693
14. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu rammaskipulag Hraun vesturs.
Svar

Fulltúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans bóka: Mikil og góð vinna var lögð í rammaskipulagið sem sátt var um og því leggjum við til að rammaskipulaginu verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar sem rammahluti aðalskipulags. Mikilvægt er að það öðlist gildi því annars er hætta á að látið sé eftir duttlungum og öðrum skammtímasjónarmiðum við uppbyggingu hverfisins.

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs hafnar tillögu Samfylkingar, Viðreisnar og Samfylkingar og tekur undir bókun meirihluta bæjarstjórnar þann 2.10.2019 um deiliskipulagið. Jafnframt ítrekar meirihluti skipulags- og byggingarráðs að meginforsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sé uppbygging og þétting byggðar við samgöngumiðuð svæði og að uppbygging íbúða og þjónustu á þessum reit sé í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulagsins. Brugðist verður við athugasemdum Skipulagsstofnunar með breytingu á aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum.