Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
Síðast Frestað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 693
14. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 6.12.2019.
Svar

Til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar samþykkir skipulags- og byggingarráð að afturkalla frá Skipulagsstofnun deiliskipulag fyrir Hraun vestur, gjótur, reitir 1.1 og 1.4, Hafnarfjörður. Jafnframt verði brugðist við ábendingu Skipulagsstofnunar um að deiliskipulagið sé ekki í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar.

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans benda á hversu alvarlegar athugasemdir Skipulagsstofnun gerir við deiliskipulagsbreytingar Hraun vestur, gjótur en þær eru í samræmi við ábendingar og bókanir okkar í ráðinu um að deiliskipulagsbreytingin sé ekki í samræmi við rammaskipulagið sem unnið var í nánu samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Einnig er tekið undir athugasemdir og bókanir okkar varðandi hæðir húsa, byggingarmagn, skuggavarp o.fl. Þá gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að kynningu sé ábótavant og að ekki hafi verið haldinn kynningarfundur, en tillaga þess efnis var lögð fram í ráðinu en var hafnað af meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eins og öðrum athugasemdum.
Við hörmum þessi slælegu vinnubrögð meirihlutans sem ber hér mikla ábyrgð sem einkennast af flýti og óvandvirkni. Við lýsum yfir áhyggjum af þessu verklagi og ólýðræðislegum vinnubrögðum þar sem ábendingar íbúa og okkar í ráðinu voru virtar að vettugi. Nauðsynlegt er að uppbygging á svæðinu fari vel af stað og að vandað sé til verka. Það er ekki raunin og ljóst að mikilvæg uppbygging íbúða og þjónustu í Hafnarfirði mun tefjast töluvert vegna þessa.