Glimmerskarð 3, Umsókn um lóð,úthlutun, afsal
Glimmerskarð 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1800
14. febrúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
8. liður úr fundargerð bæjarráðs 8. febrúar s.l. Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Glimmerskarði 3 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Glimmerskarð til Ingu Steinþóru Guðbjartsdóttur og Sigurðar Péturs Jónssonar verði afturkölluð.
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.

1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Hún tekur svo við fundarstjórn á ný.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Glimmerskarð til Ingu Steinþóru Guðbjartsdóttur og Sigurðar Péturs Jónssonar verði afturkölluð.

Adda María kemur að svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Það er mikið áhyggjuefni hversu mörgum lóðum sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi sl. haust hefur verið skilað. Þá hafa fáar íbúðir verið byggðar í Hafnarfirði á síðustu árum, þrátt fyrir að nóg væri til af tilbúnum lóðum. Í upphafi kjörtímabils var farið í tímafreka endurskoðun á skipulagi í Skarðshlíð sem hefur ekki aðeins tafið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis, heldur einnig gert það að verkum að svæðið höfðar ekki sem skildi til fólks sem vill byggja. Þar hafa íþyngjandi skilmálar m.a. um djúpgáma og efnisval sett lóðarhöfum þröngar skorður. Breytingar á því nú munu ekki gagnast þeim sem afsalað hafa lóðum. Þrátt fyrir að lóðir í Skarðshlíð séu búnar að vera tilbúnar til úthlutunar allt þetta kjörtímabil hefur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar skilað auðu í lóðaúthlutun og húsnæðisuppbyggingu."

Adda María Jóhannsdóttir
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
Eyrún Ósk Jónsdóttir
Margrét Gauja Magnúsdóttir

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 225490 → skrá.is
Hnitnúmer: 10120321