Skipalón 3, ófrágengin lóð
Skipalón 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1822
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.febr. sl. Lögð fram drög að samkomulagi við lóðarhafa Skipalóns 3.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög.

Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:

"Bæjarfulltrúi Miðflokksins fagnar því sérstaklega að nú sé að sjást til lands í málum er varða þessa ófrágengnu lóð Skipalón 3.
Þann 5 nóvember 2018 lagði bæjarfulltrúi Miðflokksins fram fyrirspurn er varðar framtíð lóðarhafa með þessa lóð en viðkomandi lóðarhafi hefur haft lóðina til umráða á annan áratug án þess að hefja þar framkvæmdir. Sambærileg staða er reyndar með fleiri lóðir í Hafnarfirði. Því er það fagnaðarefni að tekist hafi að koma þessu máli í réttan farveg með viðeigandi samkomulagi. Það er stórt hagsmunamál íbúa að lóðir séu ekki á hendi lóðarhafa árum saman án þess að hefja framkvæmdir svosem skilmálar lóðarhafa segi til um."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203304 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083599