Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi
Suðurgata 40
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1786
24. maí, 2017
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.maí sl. Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 04.10.2016 var samþykkt að hefja vinnu við skipulagsbreytingar á svæði við Suðurgötu 44. Lögð fram lýsing dags. 12.05.2017 vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar lóða við Suðurgötu 44.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga."
Svar

Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.

Samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:

"Við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Eins og réttilega kemur fram í lýsingunni sem fylgir tillögunni þarf að skoða áhrif fjölgunar íbúða í hverfum á stofnanir er sinna grunn- og stoðþjónustu. Á þetta er rétt að leggja áherslu og ítrekum við fyrri bókanir okkar er varða leikskólamál í umræddu hverfi, þ.e. Suðurbæ en eina leikskólaúrræði hverfisins var lokað sl. vor þrátt fyrir að þar væri þörfin fyrir aukin leikskólapláss mest."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122533 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025962