Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1786
24. maí, 2017
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.maí sl. Tekið fyrir að hyju. Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti að unnið yrði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga á fundi sínum þann 13.12.2016. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti það á fundi sínum þann 18.01.2017. Lögð fram lýsing dags. 12.05.2017 vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar Víðistaðasvæðis.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi svarar andsvari. Til andsvar kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kmeur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarrfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María Jóhannsdóttir.

Fundarhlé kl. 14:45.

Fundi framhaldið kl. 15:04.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðum að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fjórir sitja hjá.