Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi, tóbak o.fl. Þingskjal 165 - 106 mál á 146 lögjafarþingi 2016-2017. Ályktun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1781
1. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ályktun bæjarstjórnar.
Svar

Lögð er fram svohljóðandi ályktun af hálfu bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um verslun með áfengi.
Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins og benda á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er andvígur frumvarpinu.

Íslendingar hafa tekið forvarnir gegn ávana- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna föstum tökum með undraverðum árangri. Þar hafa sveitarfélögin lagt sitt af mörkum, meðal annars með fjölbreyttu og faglegu framboði á íþrótta-, lista- og tómstundarstarfi fyrir börn og unglinga. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur mikla áherslu á forvarnastarf og setur í forgang að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Heilsa íbúa, hagsmunir og velferð barna og ungmenna eiga að njóta forgangs í allri stefnumörkun. Aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn því sjónarmiði.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Gengið til atkvæða um ofangreinda tillögu að ályktun bæjarstjórnar. Óskað er eftir nafnakalli.

Adda María Jóhannsdóttir já
Borghildur Sölvey Sturludóttir já
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir já
Eyrún Ósk Jónsdóttir já
Guðlaug Kristjánsdóttir já
Helga Ingólfsdóttir situr hjá
Kristinn Andersen nei
Margrét Gauja Magnúsdóttir já
ólafur Ingi Tómasson nei
Rósa Guðbjartsdóttir nei
Unnur Lára Bryde nei

Ályktun samþykkt með 6 atkvæðum gegn 4 og 1 situr hjá.