Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1781
1. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.febr. sl. Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent í tölvupósti 14. febrúar 2017 varðandi verkefnalýsingu vegna skipulagsbreytinga sem tengjast fyrirhugaðri borgarlíunu. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson sat fundinn við umfjöllun þessa máls. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingar dags. febrúar 2017 og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að afgreiða verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgaersvæðisins til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana." "Jafnframt samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjaðar lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar til samræmis við svæðisskipulagið til kynningar og umsagnar sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Óalfur Ingi Tómasson.

Til máls tekur varabæjarfulltrúi Borghildur Sturludóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða að afgreiða verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgaersvæðisins til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða Hafnarfjaðar lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar til samræmis við svæðisskipulagið til kynningar og umsagnar sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010