HS Veitur hf, aðalfundur 2017
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1785
10. maí, 2017
Annað
Fyrirspurn
Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 27.apríl sl.
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.apríl sl. Lagt fram bréf frá HS Veitum dags. 23.mars sl.
Erindinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp í andsvar.
Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að dagskrártillögu um að vísa málinu til bæjarráðs. Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 4 og 2 sitja hjá.
Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen kemur upp í andsvar.
Bæjarfulltrúi Elva Dög Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundarsköp.
1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.
Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
Forseti Guðlaug Kristjánsdótti tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur Einar Birkir Einarsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins: "Bæjarstjórn samþykkir erindi HS-veitna um að hlutabréf í fyrirtækinu verði seld með þeim hætti sem þar er kveðið á um. Andvirði af hlut Hafnarfjarðarbæjar komi til niðurgreiðslu skulda bæjarfélagsins."
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu málsins: "Bæjarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til bæjarráðs".
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Fundarhlé kl. 20:10.
Fundi framhaldið kl. 20:25
Fundarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins: "Afgreiðslu málsins er frestað og það tekið fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar". Tillagan er samþykkt með 8 atkvæðum en 3 sitja hjá.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Tillagan er samþykkt með 7 greiddum atkvæðum, 4 sátu hjá.


Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Almennt er álitið mikilvægt að almenningsveitufyrirtæki hafi sterka eiginfjárstöðu og séu í stakk búin að takast á við bæði ófyrirsjánleg áföll og nauðsynlegar framkvæmdir og uppbyggingu innviða. Fyrir liggur að HS veitur muni ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á þessu ári og er fyrirhuguð lánataka vegna þeirra áætluð um 2,5 milljarðar króna. Það skýtur því óneitanlega skökku við að á sama tíma leggi eigendur fyrirtækisins til að greiða sjálfum sér arð upp á mörg hundruð milljónir króna í formi kaupa á eigin hlutabréfum.